Innlent

Leit að göngumanninum hætt í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Allir hópar björgunarsveitarmanna, sem verið hafa við leit að Andris Kalvans, lettneskum göngumanni sem skilaði sér ekki til byggða 30. desember síðastliðinn, í Heydölum á Snæfellsnesi voru kallaðir til baka um klukkan fjögur í dag. Hlé hefur verið gert á leitinni þangað til á morgun.

Ekkert markvert fannst við leitina í dag en veður hefur verið kalt og gengið á með éljum. Búist er við að jafnvel verði settur meiri kraftur í leitina á morgun en um 25 björgunarsveitarmenn hafa leitað í Heydölum í dag. Lagt er upp með að leitarmenn leggi aftur af stað um klukkan tíu í fyrramálið.

Þá hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um áframhaldandi leit að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem talið er að fallið hafi í sjó við Dyrhólaey. Lögregla á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í morgun að reynt yrði að hefja leitina aftur á morgun.


Tengdar fréttir

„Engar vísbendingar, ekki neitt“

Lögregla og björgunarsveitir á Vesturlandi hófu skömmu eftir hádegi í dag leit að göngumanni sem ekki skilaði sé til byggða 30. desember.

Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi

Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×