Dómarar við Landsrétt fjalla áfram um gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. janúar 2020 19:00 Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi. Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landréttur hefur ekki komist að niðurstöðu vegna úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna gæsluvarðhaldi yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni sem grunaður er um kynferðis- og ofbeldisbrot gegn þremur konum. Úrskurðar er að vænta í fyrsta lagi á morgun. Kristján Gunnar Valdimarsson var handtekinn á aðfararnótt aðfangadags og síðar sleppt en handtekinn aftur á jóladag vegna meintra kynferðisbrota, ofbeldis og frelsissviptingu gegn þremur konum. Kristján Gunnar var um jólin úrskurðaður í fjögurra daga gæsluvarðhald sem rann út 29. desember. Þá var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en dómari við héraðsdóm Reykjavíkur tók sér sólarhringsumhugsunarfrest til að úrskurða. Gæsluvarðhaldskrafa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni var hafnað í héraðsdómi Reykjavíkur daginn fyrir gamlársdag. Síðan þá hefur hann gengið laus. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar sem tók málið fyrir í dag. Landsréttur úrskurðaði ekki í málinu í dag en fjallað verður áfram um kröfu lögreglunnar á morgun. Þá fyrst er úrskurðar um gæsluvarðhald að vænta. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að til greina hafi komið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að beina því til dómara að leysa réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars frá störfum þar sem talið var að þeir hefðu brotið þagnarskyldu er þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins en horfið var frá því. Báðir réttagæslumennirnir hafna ásökunum lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu miðar rannsókn málsins áfram en er þó á viðkvæmu stigi.
Dómsmál Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39 Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01 Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04 Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Réttargæslumennirnir hafna því að hafa brotið þagnarskyldu Í yfirlýsingu Sögu Ýrar segir að hún hafi sinnt störfum sínum af heilindum og haft hagsmuni umbjóðanda síns að leiðarljósi. 2. janúar 2020 14:39
Úrskurðar um gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari ekki að vænta í dag Héraðsdómur hafnaði kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir lektorunum á mánudag. Kæra lögreglunnar á þeim úrskurði er enn til meðferðar í Landsrétti. 2. janúar 2020 17:01
Mál lektorsins komið á borð Landsréttar Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, er komið til Landsréttar og er þar nú til meðferðar. 2. janúar 2020 11:04
Könnuðu hvort rétt væri að krefjast þess að réttargæslumönnum yrði vikið frá Lögreglan kannaði það fyrir helgi hvort að ástæða væri til að beina kröfu til dómara um að hann myndi leysa tvo réttargæslumenn meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar frá störfum vegna brota á starfsskyldum. 2. janúar 2020 06:27