Madridingar gerðu góða ferð til Getafe

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Varane fagnar marki sínu í dag
Varane fagnar marki sínu í dag vísir/getty

Real Madrid átti ekki í teljandi vandræðum með Getafe þegar liðin áttust við á heimavelli síðarnefnda liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í dag.

Madridingar komust í forystu eftir rúmlega hálftíma leik þegar David Soria, markvörður Getafe, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmarki. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir Real Madrid. 

Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Raphael Varane forystuna með skallamarki og á lokamínútu uppbótartíma gulltryggði Luka Modric sigurinn þegar hann setti boltann í opið markið eftir góðan undirbúning Federico Valverde.

Real Madrid lyftir sér á topp deildarinnar með sigrinum en erkifjendur þeirra í Barcelona geta endurheimt toppsætið í kvöld þegar þeir mæta nágrönnum sínum í Espanyol.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira