Innlent

Himininn glitraði yfir Akureyri í morgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sólarupprásin var sérstaklega fallegt í Eyjafirði í dag.
Sólarupprásin var sérstaklega fallegt í Eyjafirði í dag. Vísir/Tryggvi Páll

Mikið sjónarspil beið Akureyringa og nærsveitunga í morgun þar sem stærðarinnar glitský skreittu morgunhimininn og glöddu heimamenn sem og aðra.

Á vef Veðurstofunnar segir að glitský myndist gjarnan í 15 til 30 kílómetra hæð þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu, eins og í morgun.

„Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Þar má nálgast nánari fróðleik um glitský en hér að neðan má sjá myndband af glitskýjunum frá því í morgun.


Tengdar fréttir

Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu

Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má.

Litadýrð í loftinu

Þessi fallegu glitský sáust á suðausturhimni á Akureyri í morgun um klukkan 10:25. Glitský hafa sést nokkrum sinnum í vetur en um er að ræða ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 kílómetra hæð, eftir því sem fram kemur í svari Halldórs Björnssonar veðurfræðings á Vísindavefnum. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×