Viðvaranir í gildi á öllu landinu í dag Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 07:15 Kort Veðurstofunnar sýnir viðvaranirnar sem eru í gildi víðast hvar á landinu í dag. Skjáskot Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu í dag. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendi. Veðurstofan hefur sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. Það er viðbúið að færð geti spillst á landinu vegna veðursins og því ráðlagt að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings að óveðrið skýrist af 970 millibara djúpri lægð en skil frá henni ganga yfir landið í dag. Þar kemur jafnframt fram að veðrið muni ganga nokkuð hratt yfir og gilda viðvaranirnar flestar í fjórar til sex klukkustundir. Í dag gengur í suðaustan 18 til 25 metra á sekúndu með morgninum með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Suðvestan 10 til 18 metrar á sekúndu í kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Skúrir en él á morgun, sunnan- og vestantil á landinu. Styttir upp austanlands í nótt. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið annað kvöld. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis, en um og undir frostmarki á morgun.Vísir leitar að myndum og myndböndum frá lesendum sem fanga veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Bæði er hægt að senda okkur myndirnar og myndböndin sjálf eða hlekki á síður þar sem þau er að finna á netfangið ritstjorn@visir.is eða í skilaboðum á Facebook-síðu Vísis. Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á sunnudag: Suðvestan 10-18 m/s og slydduél eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari suðlæg átt og úrkomulítið undir kvöld. Á mánudag: Suðaustan 10-18 en norðlægari vindur vestantil á landinu. Rigning eða slydda og hiti kringum frostmark. Vestan 15-20 og þurrt um kvöldið, en heldur hægari og dálítil él á vestanverðu landinu. Á þriðjudag: Allhvöss suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum suðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst síðar í hvassa vestanátt með éljum og frystir. Á miðvikudag og fimmtudag: Ákveðin suðvestanátt og gengur á með éljum, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Frost 2 til 8 stig. Á föstudag: Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu í flestum landshlutum og hlýnandi veðri.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56 Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Appelsínugular og gular viðvaranir í kortunum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir landið á morgun, laugardag, en nú þegar eru gular viðvaranir í gildi á Norðausturlandi, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi. 3. janúar 2020 10:56
Búast við óvissustigi og lokunum á morgun Vetrarfærð er í flestum landshlutum og víða éljagangur eða skafrenningur. 3. janúar 2020 21:16