Óttast um gæði þjónustunnar á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 19:45 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans telur ástandið mun alvarlega nú en fyrir fjórum árum þegar einn af hverjum fimm hjúkrunarfræðingum á spítalanum upplifði alvarleg einkenni kulnunar. Það komi að því að þetta bitni á gæðum þjónustunnar, margir telji að það sé farið að gera það. Í rannsókn sem birtist nýlega kemur fram að fimmtungur hjúkrunarfræðinga lýsti alvarlegum einkennum kulnunar á Landspítalanum í lok árs 2015. Þetta er gríðarleg aukning frá fyrri rannsókn sem gerð var 2002 þegar um 6% hjúkrunarfræðinga lýsti þessum einkennum. Þá voru um 17 prósent sem íhugðu að skipta um starf á næstu sex til tólf mánuðum. Kannað var hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á einkenni kulnunar. Sigrún Gunnarsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og meðhöfundur rannsóknarinnar segir þrjá þætti í starfsumhverfinu hafa lykiláhrif á einkenni kulnunar. „Í fyrsta lagi er það álag í starfi sem tengist þá mönnun, í öðru lagi er það hversu mikil áhrif viðkomandi hefur á störfin sín, hvort hann hafi rödd inná vinnustaðnum fæ ég að blómstra í starfi og í þriðja lagi er það stuðningur sem ég nýt í starfi frá stjórnendum og samstarfsfólki og stuðningur. Þannig þurfi stjórnendur að styðja starsfólk í ákvörðunartöku, sýna góða forystu og stjórna á uppbyggilegan hátt. Þá þurfi að veita hrós og viðurkenningu,“ segir Sigrún. Hún segir að sömu þættir hafi komið fram í öðrum rannsóknum um allan heim. Það sé hægt að gera mikið með því að bæta starfsumhverfið sjálft og þar séu stjórnendur í lykilstöðu. „Stjórnendur hafa mjög mikil áhrif á starfsumhverfið sem hefur síðan áhrif á kulnun í starfi. Ég veit að stjórnendur eru að leggja sig alla fram í þessu verkefni en þeir þurfa líka stuðning til að vera góður stjórnendur. Þar liggja tækifæri fyrir Landspítalann,“ segir Sigrún. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans óttast um gæði þjónustunnar á spítalanum vegna álags á starfsfólk. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerða á Landspítalanum á síðustu fjórum árum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs spítalans segir hins vegar að ástandið hafi versnað til muna frá árinu 2015. „Það er mikið meira álag nú en þá. Sjúklingar sem dvelja á spítalanum eru veikari og við þurfum að sinna flóknari verkefnum en áður. Þá er mönnunin ekki fullnægjandi og hefur ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Marta. Hún segir að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi hafi hjúkrunarfræðingar sem hafi hætt störfum ekki snúið til baka. „Það eru örfáir sem sækja um hjá okkur þegar auglýst hjúkrunafræðingum á spítalanum,“ segir Marta. Hún segir að ráðist hafi verið í mörg endurbótaverkefni en það sé oft ekki tími til að sinna þeim. „Það er rosalega erfitt að ráðast í slík verkefni þegar það vantar stöðugt starfsfólk. Það er líka auka álag þegar verið er að endurnýja deildir,“ segir Marta. Hún segir að sjúklingar séu yfirleitt afar ánægðir með þjónustuna á spítalanum en það gæti breyst. „Það kemur að því að ástandið bitnar á gæðum á spítalanum. Sumir telja að það er strax farið að gera það. Sumir telja þjónustuna verri, það er samskiptavandi því fólk er undir stöðugu álagi. Við vitum að þegar við erum öll undir stöðugu álagi í langan tíma ferð það að hafa áhrif,“ segir Marta.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira