Erlent

Bretar keppast við að komast heim vegna nýrra reglna

Atli Ísleifsson skrifar
Eiffel-turninn og áin Signa í frönsku höfuðborginni París.
Eiffel-turninn og áin Signa í frönsku höfuðborginni París. Getty

Bretar á ferðalagi í Frakklandi og Hollandi keppast nú við að komast til síns heima áður en nýjar sóttvarnarreglur taka gildi á laugardag. Verður þá öllum sem koma til Bretlands frá þessum löndum, auk nokkurra fleiri smærri ríkja, gert skylt að vera í fjórtán daga sóttkví við heimkomu.

Óttast er að örtröð myndist á landamærum Bretlands og Frakklands og aðeins eru nokkrar flugferðir áætlaðar í dag. Sætaverð hefur einnig margfaldast eftir að Bretar greindu frá ákvörðun sinni í gær.

Talið er að um 160 þúsund Bretar séu nú í sumarfríi í Frakklandi og hafa bresk stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir hinn skamma fyrirvara.

Þau segja hann hins vegar nauðsynlegan í ljósi þess hve hratt smitum fjölgar nú í Frakklandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×