Fótbolti

Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyler Adams skorar sigurmark RB Leipzig gegn Atlético Madrid.
Tyler Adams skorar sigurmark RB Leipzig gegn Atlético Madrid. getty/Miguel A. Lopes

Fyrsta mark Tylers Adams fyrir RB Leipzig tryggði liðinu sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Adams skoraði sigurmark Leipzig gegn Atlético Madrid þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Skot hans fór þá af Stefan Savic og í netið. Lokatölur 2-1, Leipzig í vil.

Leipzig mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þriðjudaginn 18. ágúst.

Staðan í hálfleik var markalaus en á 50. mínútu kom Dani Olmo Leipzig yfir með skalla eftir fyrirgjöf Marcels Sabitzer.

Joao Felix jafnaði fyrir Atlético úr vítaspyrnu á 71. mínútu og allt benti til þess að leikurinn færi í framlengingu. En Adams var á öðru máli.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Leipzig 2-1 Atlético Madrid

Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.