Erlent

Fjöldi sagður hafa særst í hnífs­tungu­á­rás í Bergen

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin á að hafa átt sér stað á Danmerkurtorgi í suðurhluta Bergen.
Árásin á að hafa átt sér stað á Danmerkurtorgi í suðurhluta Bergen. Getty

Fjöldi er sagður hafa særst í hnífstunguárás í norsku borginni Bergen í dag.

NRK og Verdens Gang segja lögreglu vera á staðnum og að ein kona sé í haldi, grunuð um árásina. Verið sé að leita að særðum og eru sjónarvottar beðnir um að hafa samband hafi þeir upplýsingar.

Árásin á að hafa átt sér stað á Danmerkurtorgi í suðurhluta Bergen. Að sögn er lögreglu er kona í haldi og að minnsta kosti einn særður eftir árásina. 

Tilkynnt var um árásina skömmu eftir klukkan 14 að staðartíma, eða hádegi að íslenskum tíma.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×