Innlent

Sex greindust innanlands í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Sex greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fjórir greindust á landamærunum og bíða þeir allir niðurstöðu úr mótefnamælingu samkvæmt nýjum tölum á covid.is.

695 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 2.488 á landamærunum. Þá voru 27 sýni greind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt upplýsingum á covid.is eru 120 í einangrun en það er fimm fleiri en voru í gær. 720 eru nú í sóttkví og fækkaði þeim um 46 á milli daga.

Einn liggur nú á sjúkrahúsi og einn á gjörgæslu.

Enn eru virk smit í öllum landshlutum, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þar eru einnig langflestir, eða 482, í sóttkví. Þar á eftir kemur Suðurland, þar sem 93 eru í sóttkví eins og í gær.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur er 23,7. Þá er nýgengi landamærasmita 4,6 eins og í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.