„Var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Eric Maxim Choupo-Moting gleymir seint miðvikudagskvöldinu 12. ágúst. getty/David Ramos Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Hákon: Þú vilt spila þessa leik Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31
Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39
Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00