Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:00 Svetlana Tikhanovskaya, segist viss um að einhverjir verði reiðir yfir ákvörðun hennar. AP/Sergei Grits Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman. Hvíta-Rússland Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman.
Hvíta-Rússland Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira