Tilslakanir í kortunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 14:33 Frá fundi dagsins. Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Una Hildardóttir. vísir/egill Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir horfir til þess að slaka á höftum, fremur en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann segist þegar hafa borið tilslakanir undir ráðherra. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þó að meðal þess sem hann leggur til sé að 100 manna samkomuhöft verði áfram viðhöfð. Aftur á móti sé ekki loku fyrir það skotið að fjöldinn verði aukinn ef „fá eða engin smit“ greinist í framhaldinu. Árangurinn síðustu daga gefi góð fyrirheit. Þau sem greinst hafa með smit undanfarna daga hefur mátt telja á fingrum annarrar handar, t.a.m. greindist enginn sýktur innanlands í dag. Aftur á móti sagði Þórólfur að enn væri beðið niðurstaðna frá Vestmannaeyjum þar sem Íslensk erfðagreining hefur staðið fyrir samfélagsskimun eftir hópsýkingu þar. Tveir greindust með veiruna þar í gær. Af þessum sökum segist Þórólfur hafa lagt til nokkrar tillögur að tilslökunum við heilbrigðisráðherra. Hann telji þannig ekki tilefni til þess að herða samkomuhöft á þessari stundu. Þórólfur sagði að ef að tölur næstu daga um staðfest veikindi fólks sýni að landsmenn hafi náð utan um faraldurinn „þá ættum við að geta tiltölulega fljótt að fara að slaka á höftum.“ Í því samhengi nefndi Þórólfur eins metra fjarlægðarmörk í skólum, sem hann kynnti í gær. Hann sagði jafnframt til skoðunar að taka upp sömu mörk á öðrum stöðum en var ekki reiðubúinn til að fara nánar út í þá sálma á fundi dagsins. Þá opnaði hann jafnframt á það að íþróttir með snertingu, eins og knattspyrna, verði iðkaðar á ný. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn tók fram að þó svo að rætt væri um tilslakanir á þessum tímapunkti þyrftu einstaklingsbundnar smitvarnir áfram að vera í fyrirrúmi. Handþvottur og spritt, halda sig í einangrun ef grunur er um smit og beðið er eftir niðurstöðu o.s.frv.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira