Innlent

Blíð­viðri á norð­austur­landi í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Veður verður einstaklega gott á norðausturlandi í dag samkvæmt veðurpsám.
Veður verður einstaklega gott á norðausturlandi í dag samkvæmt veðurpsám. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að það verði einstaklega gott veður á norðaustanverðu landinu í dag. Spáð er 16-23 stiga hita, þurru og björtu. Annað er hins vegar upp á teningnum sunnan- og vestantil, þar sem víða eru 5-10 m/s í dag, sunnanátt og rigning, hiti um 10-15 stig.

Gangi spár eftir lægir og styttir upp í kvöld og nótt, þá verður fremur hæg suðvestanátt á morgun og þurrt en annað kvöld gengur í sunnan 10-15 m/s og fer þá einnig að rigna við vesturströndina. Þá mun heldur kólna, en hiti verður á bilinu 10-18 gráður og hlýjast á Suðuausturlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×