Innlent

Blíð­viðri á norð­austur­landi í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Veður verður einstaklega gott á norðausturlandi í dag samkvæmt veðurpsám.
Veður verður einstaklega gott á norðausturlandi í dag samkvæmt veðurpsám. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að það verði einstaklega gott veður á norðaustanverðu landinu í dag. Spáð er 16-23 stiga hita, þurru og björtu. Annað er hins vegar upp á teningnum sunnan- og vestantil, þar sem víða eru 5-10 m/s í dag, sunnanátt og rigning, hiti um 10-15 stig.

Gangi spár eftir lægir og styttir upp í kvöld og nótt, þá verður fremur hæg suðvestanátt á morgun og þurrt en annað kvöld gengur í sunnan 10-15 m/s og fer þá einnig að rigna við vesturströndina. Þá mun heldur kólna, en hiti verður á bilinu 10-18 gráður og hlýjast á Suðuausturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.