Áfram átök í Minsk Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 20:40 Særður mótmælandi borinn í skjól í Minsk. Vísir/AP Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020 Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Sjá meira
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð