„Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 15:14 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef aðgerðir verði hertar á landamærunum sé örugglega hægt að slaka meira á sóttvarnaraðgerðum innanlands. Að sama skapi þurfi að herða sóttvarnaraðgerðir innanlands ef slaka eigi á aðgerðum á landamærunum. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um þetta. „Ég vildi óska þess að það væri hægt að horfa fram í tímann og segja hvernig hlutirnir yrðu en þannig höfum við talað allan tímann að það er óvissa. Eina vissan er þessi óvissa um framtíðina. Hvort að það verði til gripið til harðra aðgerða, það er náttúrulega mjög umdeilt eins og umræðan hefur verið undanfarið. Sumir vilja mjög harðar aðgerðir, loka nánast landamærunum og loka nánast öllu hér innanlands á meðan aðrir vilja slaka meira á og svo framvegis,“ sagði Þórólfur á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Áður hafði hann sagt að það væri hans hlutverk að benda á sóttvarnarsjónarmið en stjórnvöld þyrftu að taka endanlega ákvarðanir um þær aðgerðir sem ráðast eigi í, það sé þeirra að vega og meta hvaða hagsmunir séu teknir til greina. „Við erum að fara að reyna að lifa með þessari veiru, í marga mánuði eða ár. Þá þurfa menn að horfa til annarra hluta.“ „Eg tel að mitt hlutverk í því sé að benda á sóttvarnarsjónarmið, hvað er líklegt að muni gerast ef við grípum til þessara aðgerða umfram aðrar aðgerðir. Ég tel að þetta þurfi stjórnvöld að vega og meta takandi tilliti til annarra hagsmuna,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að Íslendingar þyrftu að lifa með veirunni næstu mánuði og jafnvel ár, engar töfralausnir væru til í baráttunni gegn kórónuveirunni. „Ég held að við verðum að beita skynsemi og þeim ráðum sem við höfum verið með. Það að lifa með þessaru veiru þýðir að við munum fá einhverja svona faraldra aftur og þess vegna er svo mikilvægt hér innanlands að við venjum okkur á að fara eftir einstaklingsbundnum sýkingarvörnum og kannski takmarka það sem við vorum vön að gera áður. Ég held að við höfum engar aðrar töfralausnir í því,“ sagði Þórólfur. Þó væri það þannig að mati Þórólfs að með því að herða aðgerðir á landamærunum væri hægt að slaka á aðgerðum innanlands. Hann tæki þó ekki ákvörðun um slíkt. „Hins vegar er það þannig að ef að við herðum aðgerðir á landamærunum þá getum við örugglega slakað meira á hérna innanlands, og öfugt. Ef við opnum landamærin þurfum við örugglega harðari aðgerðir hér innalands. Þetta er val sem að stjórnvöld þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira