Samherji framleiðir eigin þætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:03 Samherji hefur lagst í þáttagerð til að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri. Vísir/Vilhelm Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað. Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira
Samherji boðar útgáfu vefþátta, hvers ætlunarverk er að miðla sýn útgerðafélagsins á Samherjamálið svokallaða og umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. Fyrirtækið hefur þegar sent frá sér stiklu um fyrsta þáttinn, sem sýndur verður á morgun. Vísir hefur kallað eftir nánari upplýsingum frá félaginu um þættina og verður fréttin uppfærð þegar þær berast. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, er Helgi Seljan fréttamaður Kveiks í forgrunni. Samherji segist hafa undir höndum leynilega upptöku þar sem heyra má Helga krefjast þagmælsku af einhverjum og að hann hafi átt í erfiðleikum með að staðfesta eitthvað. Helgi segist í samskiptum við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Í samskiptum við Mannlíf segist hann ekki hafa hugmynd um hverju sé von á í fyrirhuguðum þáttum. Hann óttist fullt af hlutum en ekki sýningu þáttanna. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til en ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart,“ hefur Mannlíf eftir Helga. Ekki fyrstu Samherjaþættirnir Samherji hefur áður ráðist í sjónvarpsþáttagerð þar sem félagið hefur uppi varnir um starfsemi sína. Það gerði Samherji í þáttum á Hringbraut þar sem húsleit Seðlabanka Íslands í húsakynnum félagsins var í fyrirrúmi. Í fyrrnefndri stiklu má einmitt sjá glefsur úr umræddri húsleit. Þá má ætla að starfsemi Samherja í Namibíu beri á góma í þáttunum, en hún hefur verið í deiglunni frá því að Kveikur varpaði ljósi á starfsemina í lok síðasta árs. Helgi Seljan var meðal þeirra þriggja fréttamanna sem höfðu veg og vanda af gerð Kveiksþáttarins en Al Jazeera, Stundin og Wikileaks stóðu jafnframt að umfjölluninni. Sem fyrr segir hefur Vísir kallað eftir nánari upplýsingum frá Samherja um efnistök þáttanna sem félagið hefur boðað.
Samherji og Seðlabankinn Namibía Samherjaskjölin Fjölmiðlar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kröfug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Sjá meira