Innlent

Vætu­samt vestan­til á landinu

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa
Spáð er áframhaldandi rigningu.
Spáð er áframhaldandi rigningu. Vísir/VIlhelm

Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til. Hins vegar hvessir heldur og bætir í rigningu á vesturhelmingi landsins seinni partinn að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Mjög hlytt loft streymir nú yfir landið og gæti hiti náð allt að 24 stigum norðaustanlands. Á miðvikudag snýr þó í vestlægar áttir, þá verður þurrt að mestu en kólnar dálítið í bili.

Þá bendir Veðurstofan á að síðastliðinn sólarhring hafi mikið rignt á sunnan- og vestanverðu landinu og rignir áfram.

„Vatnshæð hefur því hækkað í ám og lækjum og líkur á grjóthruni og skriðum aukist. Vöð á hálendinu geta verið varasöm eða illfær og eru ferðamenn á svæðinu beðnir að hafa það í huga," segir ennfremur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning á V-verðu landinu, en mun hægara og bjartviðri eystra. Hiti víða 10 til 16 stig, en yfir 20 stigum NA til.

Á miðvikudag:

Fremur hæg suðvestlæg átt, bjart með köflum og þurrt að mestu, en hvessir V-lands og þykknar upp. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast á SA-landi.

Á fimmtudag:

Suðvestanstrekkingur, talsverð rigning og svalt á V-verðu landinu, en bjartviðri og hlýindi NA-lands.

Á föstudag:

Suðvestanátt, víða bjartviðri og fremur hlýtt í veðri.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir hægan vind, lítilsháttar væru með köflum og smám saman kólnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×