Innlent

Vætu­samt vestan­til á landinu

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa
Spáð er áframhaldandi rigningu.
Spáð er áframhaldandi rigningu. Vísir/VIlhelm

Veðurstofan spáir suðlægri átt og víða dálítilli vætu sunnan- og vestanlands, en björtu með köflum norðaustan til. Hins vegar hvessir heldur og bætir í rigningu á vesturhelmingi landsins seinni partinn að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni.

Mjög hlytt loft streymir nú yfir landið og gæti hiti náð allt að 24 stigum norðaustanlands. Á miðvikudag snýr þó í vestlægar áttir, þá verður þurrt að mestu en kólnar dálítið í bili.

Þá bendir Veðurstofan á að síðastliðinn sólarhring hafi mikið rignt á sunnan- og vestanverðu landinu og rignir áfram.

„Vatnshæð hefur því hækkað í ám og lækjum og líkur á grjóthruni og skriðum aukist. Vöð á hálendinu geta verið varasöm eða illfær og eru ferðamenn á svæðinu beðnir að hafa það í huga," segir ennfremur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning á V-verðu landinu, en mun hægara og bjartviðri eystra. Hiti víða 10 til 16 stig, en yfir 20 stigum NA til.

Á miðvikudag:

Fremur hæg suðvestlæg átt, bjart með köflum og þurrt að mestu, en hvessir V-lands og þykknar upp. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast á SA-landi.

Á fimmtudag:

Suðvestanstrekkingur, talsverð rigning og svalt á V-verðu landinu, en bjartviðri og hlýindi NA-lands.

Á föstudag:

Suðvestanátt, víða bjartviðri og fremur hlýtt í veðri.

Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir hægan vind, lítilsháttar væru með köflum og smám saman kólnandi veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.