Fótbolti

Sjáðu snilli Messi og marka­súpu gær­kvöldsins úr Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í baráttunni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og annað sem var dæmt af vegna hendi.
Messi í baráttunni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og annað sem var dæmt af vegna hendi. vísir/getty

Barcelona og Bayern Munchen voru í gærkvöldi síðustu liðin til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Meistaradeildin klárast með öðru sniði í ár vegna kórónuveirunnar og fara átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fram í Portúgal.

Bayern vann öruggan 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna og samanlagt 7-1 á meðan Barcelona vann 3-1 sigur á Napoli. Sú viðureign endaði samanlagt 4-1.

Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Bayern Munchen - Chelsea 4-1
Klippa: Barcelona - Napoli 3-1

Tengdar fréttir

Bayern niðurlægði Chelsea

Bayern München er örugglega komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-1 sigur á Chelsea í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum. Samanlagt 7-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.