Erlent

Köstuðu bensínsprengjum að lögregluþjónum

Andri Eysteinsson skrifar
Ráðist var að norður-írskum lögreglumönnum í Belfast. Myndin er úr safni.
Ráðist var að norður-írskum lögreglumönnum í Belfast. Myndin er úr safni. Getty

Á þriðja tug norður-írskra lögreglumanna slösuðust eftir að hópar ungmenna köstuðu bensínsprengjum að þeim.

Lögreglan í Belfast hafði verið kölluð til að fjarlægja efni sem safnað hafði verið saman til að halda brennu án leyfis. Þegar komið var á staðinn köstuðu „stór hópur ungmenna“ bensínsprengjum, múrsteinum og fleiri hlutum í átt að lögreglumönnunum.

„Á þessu stigi málsins getum við staðfest að minnsta kosti 26 lögreglumenn særðust. Farið verður yfir myndefni frá vettvangi með það að markmiði að bera kennsl á alla þá sem eiga hlut að máli,“ sagði Melanie Jones lögreglustjóri við Sky News.

Svipað atvik átti sér stað við samskonar aðstæður en þá urðu engin slys á lögreglumönnum. Víða um Norður-Írland verða haldnar brennur í mánuðinum til að minnast fimmtíu ára afmælis handtaka 342 írskra repúblikana í Demetrius-aðgerðinni 9.-10. ágúst 1971.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.