Fótbolti

Matthías og Svava á skotskónum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir. Vísir/Getty

Mattías Vilhjálmsson og Svava Rós Guðmundsdóttir voru bæði á skotskónum í knattspyrnunni á Norðurlöndunum í dag.

Matthias skoraði í 2-2 jafntefli gegn Bodo/Glimt í dag en markið kom eftir 58 sekúndur.

Bodo/Glimt náði að komast yfir fyrir hlé en stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Valerenga metin og lokatölur 2-2.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn hjá Bodo/Gimt og sömu sögu má segja af Matthíasi hjá Valerenga.

Bodo/Glimt er á toppnum með 35 stig en Valerenga er í 3. sætinu med 23 stig.

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði þriðja mark Kristianstads er liðið vann 3-0 sigur á Linköping.

Svava Rós spilaði í 86 mínútur en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstads. Liðið er í 4. sætinu með fimmtán stig.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn er Djurgården tapaði 0-1 fyrir Örebro á heimavelli. Djurgården í 10. sætinu með átta stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.