Innlent

Í­búinn á Hrafnistu ekki með veiruna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá Hrafnistu Laugarási.
Frá Hrafnistu Laugarási. Hrafnista

Íbúi Hrafnistu í Laugarási sem grunur var um að hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 er ekki með kórónuveiruna. Niðurstöður úr sýnatöku bárust síðdegis í dag og reyndist neikvætt. Þetta staðfestir María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, í samtali við Vísi.

Viðkomandi er á Landspítala þar sem grunur vaknaði um að einstaklingurinn væri smitaður. Eftir að grunur vaknaði var ákveðið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og loka tveimur deildum – Sólteig og Mánateig – en það hefur verið afturkallað.

Heimsóknartakmarkanir eru þó í gildi á Hrafnistu og má aðeins einn heimsækja heimilismann í einu. Þá hafa ættingjar verið hvattir til að koma sér saman um að aðeins einn ættingi heimsæki Hrafnistu og verði hann sjálfur í sóttkví til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar inn á heimilið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×