Fótbolti

Varane tekur tapið alfarið á sig

Ísak Hallmundarson skrifar
Varane í baráttunni við Gabriel Jesus í gær.
Varane í baráttunni við Gabriel Jesus í gær. getty/Ricardo Nogueira

Frakkinn Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid, tekur tapið gegn Manchester City í Meistaradeildinni í gær á sig. Hann gerði tvívegis slæm varnarmistök sem leiddu til þess að City skoraði, í bæði skiptin eftir pressu frá Gabriel Jesus.

Varane, sem er heimsmeistari með Frakklandi og Spánarmeistari með Real Madrid, var auðmjúkur í viðtali eftir leik.

„Þessi ósigur er mér að kenna að öllu leyti. Ég verð að taka því. Mér líður illa fyrir hönd liðsfélaga minna sem lögðu allt í þetta. Þetta tap er á mína ábyrgð.“

„Við spiluðum vel og vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, en mistök eru dýrkeypt á þessu sviði,“ sagði Varane.

Þetta er í annað sinn í röð sem Real Madrid dettur út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en þeir geta huggað sig við að hafa unnið spænska titilinn eftir þriggja ára bið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.