Innlent

Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vel gekk að ná tökum á hópsýkingunni sem rakin er til veitingastaðar í miðbænum.
Vel gekk að ná tökum á hópsýkingunni sem rakin er til veitingastaðar í miðbænum. Vísir/vilhelm

Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. Þar greindust sex til sjö einstaklingar sem allir reyndust hafa sótt veitingastað í miðborg Reykjavíkur sama dag í júlí. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi.

„Þegar þessi hópsmit bæði voru til umfjöllunar var alltaf verið að segja að við hefðum ekki fundið uppruna þeirra. En nú erum við búin að finna staðinn þar sem fólkið [í annarri hópsýkingunni] kom saman, óskylt,“ segir Jóhann.

Sá staður er, líkt og áður segir, veitingastað í miðbænum. „Og þar er einhver snertiflötur,“ segir Jóhann. Fólkið, sem allt er í yngri kantinum, var ekki allt saman á veitingstaðnum heldur kom þar í nokkrum hópum. 

Nokkrir þurftu að fara í sóttkví vegna þessarar hópsýkingar. Þá tókst nokkuð fljótt að ná utan um sýkinguna og tryggja að hún færi ekki lengra.

Faraldur kórónuveiru sækir nú í sig veðrið hér á landi. Sautján greindust með veiruna innanlands í dag og þá liggur nú einn á gjörgæslu í öndunarvél með Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklegt væri að gripið yrði til hertari veiruaðgerða á næstu dögum. 

Uppfært kl. 16:30

Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem bárust frá almannavörnum var um bar að ræða. Við nánari eftirgrennslan er ljóst að nákvæmara sé að tala um veitingastað í þessu samhengi. Orðalag fréttarinnar hefur verið lagfært að því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×