Innlent

Lögreglan lýsir eftir karlmanni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Uppfært: Maðurinn er fundinn.
Uppfært: Maðurinn er fundinn. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir José M. Ferraz da Costa Almeida, 41 árs portúgölskum ríkisborgara sem lögregla segir ganga undir nafninu Marco Costa. Costa er 183 sentímetrar á hæð en ekki er tilgreint í tilkynningu hvers vegna lýst er eftir honum.

Þeir sem þekkja til Marco Costa eða vita hvar hann er að finna eru beðnir um að hringja í lögregluna í síma 112. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Marco Costa er jafnframt sjálfur hvattur til að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.