Hafa áhyggjur af bóluefni Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 12:03 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Rússlandi. AP/Pavel Golovkin Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira
Vísindamenn hafa áhyggjur af yfirlýsingum Rússa um þeir verði fyrstir til að bólusetja íbúa landsins. Til stendur að hefja umfangsmiklar bólusetningar gegn Covid-19 í Rússlandi í október með bóluefni sem hefur ekki enn verið farið í gegnum tilraunir sem tryggja eiga öryggi þess og virkni. Yfirvöld í Moskvu sjá mikinn áróðurssigur í því að verða fyrstir að hefja bólusetningar. Tilraunir á mönnum hófust hins vegar fyrir minna en tveimur mánuðum og þá á mjög fáum aðilum, eða alls 76 manns. Samkvæmt AP fréttaveitunni er engar vísindalegar vísbendingar sem styðja það hefja bólusetningar svo snemma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf í síðustu viku út yfirlit fyrir 26 bóluefni sem verið væri að þróa. Þar voru 26 bóluefni sem byrjað er að prófa á mönnum. Bóluefni Rússa, sem þróað er af Gamaleya rannsóknarstofnuninni, var þar skráð á þann veg að tilraunir væru í fyrsta fasa, af þremur. 139 bóluefni hafa ekki enn náð í tilraunir á mönnum. Þrátt fyrir að þróunarvinna Rússa hafi byrjað seinna en víða annarsstaðar segir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússa, að meðferðarrannsóknum á bóluefni þeirra sé lokið. Eftir yfirlýsingar Murashko gaf WHO út yfirlýsingu um að Rússar ættu að fylgja hefðbundnum ferlum til að tryggja virkni og öryggi bóluefna. Í frétt Moscow Times segir enn fremur að talsmaður WHO hafi sagt blaðamönnum að stofnuninni hafi ekki borist opinber tilkynning um bóluefni Rússa væri svo langt komið í tilraunaferlinu. Þriðja fasa rannsóknir á bóluefnum ná yfirleitt til tuga þúsunda einstaklinga og er það í raun eina leiðin til að sannreyna að bóluefni virki eins og skyldi og séu örugg. Þeim fasa hefur ekki verið lokið í Rússlandi en samt stendur til að samþykkja bóluefnið á næstu dögum. Gamaleya ætlar að framkvæma þriðja fasa prófanir eftir að bóluefnið hefur verið samþykkt og þá á einungis 1.600 manns. Framkvæmdastjóri rússnesku samtakanna Association of Clinical Trials Organizations, sem eru samtök fyrirtækja og stofnanna sem eiga í tilraunum á lyfjum, sagði AP að það tæki yfirleitt nokkur ár að þróa lyf. Það að Gamaleya ætlaði að nota lyf sem hafi verið prófað á 76 sjálfboðaliðum í fyrstu og annars fasa tilraunum sem fullkláraða vöru sé alvarlegt.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Sjá meira