Skilar upprunaábyrgðarbréfum aftur til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 10:48 Koen Kjartan vill að íslensk raforkufyrirtæki selji íslenskum heimilum og fyrirtækjum vottaða græna raforku. Vísir/Vilhelm Belgi sem var búsettur hér á landi í tæp tuttugu ár ætlar að afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf á hádegi í dag. Hann segir ekki marga Íslendinga vita af því að ábyrgðarbréfin séu seld úr landi og íslensk orka sé því oft ekki vottuð sem græn orka. Koen Kjartan er búsettur í Belgíu en hann bjó hér á landi á árunum 1999 til 2018 áður en hann flutti aftur heim. Hann hefur keypt þúsund upprunaábyrgðarbréf sem hann hyggst skila aftur til Íslands í dag. „Fyrir hvert megavatt af íslenskri raforku sem fyrirtækja búa til af grænni raforku fá þau upprunaábyrgð. Þessa upprunaábyrgð eru þau að selja til raforkufyrirtækja í Belgíu.“ „Belgísk raforkufyrirtæki eru að nota þessa upprunaábyrgð til að lita sína eigin orku, sem er frá kolum og kjarnorku, græna og svo selja þau þessa orku, sem er í rauninni kjarnorka, búin að líma grænan límmiða á, áfram til belgískra heimila og segja „nú ert þú að kaupa hjá okkur græna orku.“ Samt er það ennþá sama skítaorkan sem er bara búið að líma grænan límmiða á,“ sagði Koen Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kjarnorka er þó nokkuð hrein orka segir hann en hann segir málið vera að það kosti mikið meira fyrir belgísk heimili að kaupa græna orku, þannig að belgísk orkufyrirtæki selji orkuna dýrari með þessum græna stimpli en samt sé það enn sama kjarnorkan nema búið sé að setja á hana ábyrgðarvottun, og hvert bréf kosti tuttugu þúsund krónur. „Það er nóg að kaupa þrjú svona bréf til að skaffa einu heimili græna orku í eitt ár, svo það kostar minna en eina evru til að skaffa einu heimili græna orku fyrir eitt ár.“ Vilja að Ísland selji sína grænu orku til íslenskra heimila og fyrirtækja „Okkur langar að Ísland hætti að selja þessa upprunavottun til Belgíu svo að belgísk raforkufyrirtæki búi til sína eigin grænu orku.“ Hann segist ekki vita hvað íslensk raforkufyrirtæki græði mikið á sölu svona upprunaábyrgðarbréfa en að árið 2018 hafi 4 prósent af orku sem seld var á Íslandi verið 4 prósent, þannig að 96 prósent allrar orku sem seld var hér á landi hafi í raun ekki verið græn. Þá segir hann belgísk orkufyrirtæki einnig kaupa upprunavottunarbréf frá Noregi og fleiri löndum, málið sé hins vegar að hér á Íslandi sé aðeins græn orka og það sé vitað að það liggi engar rafmagnssnúrur frá Íslandi til Evrópu svo hægt sé að selja grænu orkuna sjálfa í Evrópu. „Við viljum bara að Ísland selji sína grænu orku hér til íslenskra heimila og íslenskra fyrirtækja og selji þetta ekki til útlanda. Þetta er ekki bara Belgía, þetta er líka Frakkland og Þýskaland sem kaupa þessa vottun,“ segir Koen Kjartan. Koen Kjartan ætlar að fara upp í ráðherrabústað á hádegi í dag og afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf. „Við ætlum að láta hana vita að við vorum að kaupa þessa upprunaábyrgð frá Íslandi og við komum bara með þau til baka, þið getið bara gefið þau á íslensk heimili svo þau geti notað sína eigin grænu orku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Koen Kjartan í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að nafn Koens Kjartans væri skrifað Cohen. Því hefur verið breytt. Orkumál Belgía Umhverfismál Bítið Tengdar fréttir Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Belgi sem var búsettur hér á landi í tæp tuttugu ár ætlar að afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf á hádegi í dag. Hann segir ekki marga Íslendinga vita af því að ábyrgðarbréfin séu seld úr landi og íslensk orka sé því oft ekki vottuð sem græn orka. Koen Kjartan er búsettur í Belgíu en hann bjó hér á landi á árunum 1999 til 2018 áður en hann flutti aftur heim. Hann hefur keypt þúsund upprunaábyrgðarbréf sem hann hyggst skila aftur til Íslands í dag. „Fyrir hvert megavatt af íslenskri raforku sem fyrirtækja búa til af grænni raforku fá þau upprunaábyrgð. Þessa upprunaábyrgð eru þau að selja til raforkufyrirtækja í Belgíu.“ „Belgísk raforkufyrirtæki eru að nota þessa upprunaábyrgð til að lita sína eigin orku, sem er frá kolum og kjarnorku, græna og svo selja þau þessa orku, sem er í rauninni kjarnorka, búin að líma grænan límmiða á, áfram til belgískra heimila og segja „nú ert þú að kaupa hjá okkur græna orku.“ Samt er það ennþá sama skítaorkan sem er bara búið að líma grænan límmiða á,“ sagði Koen Kjartan í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kjarnorka er þó nokkuð hrein orka segir hann en hann segir málið vera að það kosti mikið meira fyrir belgísk heimili að kaupa græna orku, þannig að belgísk orkufyrirtæki selji orkuna dýrari með þessum græna stimpli en samt sé það enn sama kjarnorkan nema búið sé að setja á hana ábyrgðarvottun, og hvert bréf kosti tuttugu þúsund krónur. „Það er nóg að kaupa þrjú svona bréf til að skaffa einu heimili græna orku í eitt ár, svo það kostar minna en eina evru til að skaffa einu heimili græna orku fyrir eitt ár.“ Vilja að Ísland selji sína grænu orku til íslenskra heimila og fyrirtækja „Okkur langar að Ísland hætti að selja þessa upprunavottun til Belgíu svo að belgísk raforkufyrirtæki búi til sína eigin grænu orku.“ Hann segist ekki vita hvað íslensk raforkufyrirtæki græði mikið á sölu svona upprunaábyrgðarbréfa en að árið 2018 hafi 4 prósent af orku sem seld var á Íslandi verið 4 prósent, þannig að 96 prósent allrar orku sem seld var hér á landi hafi í raun ekki verið græn. Þá segir hann belgísk orkufyrirtæki einnig kaupa upprunavottunarbréf frá Noregi og fleiri löndum, málið sé hins vegar að hér á Íslandi sé aðeins græn orka og það sé vitað að það liggi engar rafmagnssnúrur frá Íslandi til Evrópu svo hægt sé að selja grænu orkuna sjálfa í Evrópu. „Við viljum bara að Ísland selji sína grænu orku hér til íslenskra heimila og íslenskra fyrirtækja og selji þetta ekki til útlanda. Þetta er ekki bara Belgía, þetta er líka Frakkland og Þýskaland sem kaupa þessa vottun,“ segir Koen Kjartan. Koen Kjartan ætlar að fara upp í ráðherrabústað á hádegi í dag og afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þúsund upprunaábyrgðarbréf. „Við ætlum að láta hana vita að við vorum að kaupa þessa upprunaábyrgð frá Íslandi og við komum bara með þau til baka, þið getið bara gefið þau á íslensk heimili svo þau geti notað sína eigin grænu orku.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Koen Kjartan í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að nafn Koens Kjartans væri skrifað Cohen. Því hefur verið breytt.
Orkumál Belgía Umhverfismál Bítið Tengdar fréttir Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20