Lífið

Ameríska söngva­keppnin hefur göngu sína árið 2021

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ameríska söngvakeppnin hefur göngu sína veturinn 2021. Hún verður haldin í sömu mynd og Eurovision.
Ameríska söngvakeppnin hefur göngu sína veturinn 2021. Hún verður haldin í sömu mynd og Eurovision. Getty/Pavlo Conchar

Eurovision mun ferðast vestur um haf næsta vetur þar sem stefnt er að því að halda Amerísku söngvakeppnina (e. The American Song Contest) veturinn 2021. Eurovision er einn vinsælasti árlegi sjónvarpaði viðburðurinn í heiminum og er því kannski ekki skrítið að Bandaríkjamenn vilji taka þátt í gleðinni.

Áætlað er að keppnin verði með svipuðu sniði og Eurovision. Í atriðunum verði mest sex á sviðinu að hverju sinni, líkt og reglur segja til um í Eurovision, og verði atriði frá hverju fimmtíu ríkja Bandaríkjanna. Þar muni sem flestar tónlistarstefnur fá að njóta sín og frumsamin lög verð flutt í keppninni sem verður auðvitað sjónvarpað.

Eins og vera ber verða forkeppnir í hverju ríki fyrir sig þar sem atriði hvers ríkis verður valið. Svo mun koma að Amerísku söngvakeppninni sjálfri, þar sem verða undanúrslitakvöld og loks úrslitakvöld.

Framleiðandinn Propagate Content mun stofna Amerísku söngvakeppnisakademíuna. Í henni verða tónlistarmenn sem munu koma úr hinum ýmsu áttum og munu þeir keppast um að komast í keppnina. Þá munu dómnefndir og íbúar ríkjanna velja hvaða atriði verða fyrir valinu hverju sinni.

Kynningarmyndbandið fyrir Amerísku söngvakeppnina er í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.