Lífið

Netflix gefur út tíu klukkustunda útgáfu af Jaja Ding Dong

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin er nokkuð vinsæl meðal Íslendinga. 
Kvikmyndin er nokkuð vinsæl meðal Íslendinga. 

Lagið Jaja Ding Dong hefur vakið heimsathygli frá því að það kom fyrst út í kvikmynd Will Ferrells, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní.

Myndin er að stórum hluta tekin upp á Húsavík og það var einmitt þar sem lagið Jaja Ding Dong var flutt, við gríðarlegan fögnuð Húsvíkinganna sem á hlýddu. Og sumar persónur myndarinnar voru hrifnari af laginu en aðrar.

Í kjölfarið var opnaður bar á Húsavík sem heitir Jaja Ding Ding.

Netflix framleiddi kvikmyndina og nú er hægt að hlusta á lagið í 10 klukkustundir á YouTube-síðu Netflix eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×