Grafa holur í Laugardalsvöllinn innan við mánuði fyrir Englandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 09:00 Svona lítur Laugardalsvöllurinn út í dag. Mynd/KSÍ Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Það er innan við mánuður í að enska landsliðið mætir í Laugardalinn og spilar við íslenska landsliðið í Þjóðadeildinni. Laugardalsvöllur var í fullum blóma í mars en út af kórónuveirunni var enginn leikur þá. Síðan þá hefur völlurinn fengið frí og engir landsleikir hafa farið fram á honum í ár. Þeir sem horfa yfir Laugardalsvöllinn í dag bregður örugglega í brún. Það er nefnilega búið að grafa fjórar holur þvert yfir leikvöllinn. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessum nýju framkvæmdum á fésbókarsíðu sinni í dag. Þar kemur fram að unnið sé nú hörðum höndum að uppsetningu á vökvunarkerfi af fullkomnustu gerð í Laugardalsvelli. Kerfið er framleitt af Rainbird, sem er í hópi þriggja stærstu vökvunarkerfis-framleiðenda í heiminum. Nýja kerfið mun gjörbreyta starfi vallarstjóra sem þá getur vökvað nákvæmlega eftir þörf grassins. Rakamælar í vellinum segja til um hve mikil gufun (hve mikið grasið "drekkur") og útgufun er á hverjum degi. Með þeim upplýsingum getur kerfið bætt við því sem þarf, sem kemur í veg fyrir of mikla eða litla vökvun. Með þessu myndast jafnari aðstæður á vellinum sem er mikilvægt fyrir öryggi leikmanna. Einnig verður hægt að bleyta í yfirborði vallarins rétt fyrir leik og í hálfleik með mun meiri nákvæmni. Bleytan lætur knöttinn skauta betur á yfirborðinu sem bíður mögulega upp á hraðari leik. Gert er ráð fyrir því að kerfið verði tilbúið fyrir 20. ágúst, sem er nægur tími til að gera völlinn sem glæsilegastan fyrir leik Íslands og Englands þann 5. september.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira