Fótbolti

Sjáðu markið sem skaut Wolves áfram ásamt öllum hinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Öll mörk kvöldsins úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar má sjá hér að ofan.

Mesta spenna kvöldsins var í leik Wolves og Olympiacos þar sem markahrókurinn Raul Jimenez skaut Úlfunum áfram með sínu 10. marki í Evrópudeildinni á tímabilinu. Tímabil Wolves er heldur lengra en annarra liða þar sem þeir mættu í undankeppni Evrópudeildarinnar í júlí á síðasta ári. 

Sevilla lagði Roma 2-0 í eina leik liðanna í 16-liða úrslitum þar sem það þurfti að fresta fyrri leik liðanna vegna kórónufaraldursins. Var honum á endanum aflýst og leikur kvöldsins skar því um hvort liðið kæmist áfram.

Mun það fyrirkomulag vera á þeim leikjum sem eru eftir í keppninni. 

Þá fóru Bayer Leverkusen [Þýskaland] og Basel [Sviss] einnig áfram.


Tengdar fréttir

Jimenez skaut Úlfunum áfram | Öruggt hjá Basel

Raul Jimenez skaut Wolves áfram úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Basel fór örugglega áfram en þetta voru síðustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.