Innlent

Flýgur yfir At­lants­hafið og safnar á­heitum fyrir breskan spítala

Sylvía Hall og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Jules sést hér í Bell 505-þyrlunni.
Jules sést hér í Bell 505-þyrlunni. Vísir

Þyrluflugmaður flýgur nú yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu og safnar áheitum fyrir breskan spítala. Fjáröflunin er ekki hans fyrsta en hann safnaði fjármagni fyrir spítalann árið 2015 þegar hann kleif Everest daginn sem snjóflóð féll á grunnbúðirnar.

Þyrluflugmaðurinn Jules Mountain greindist með heilaæxli árið 2007 og hefur síðan þá safnað fjármagni fyrir spítalann sem hann dvaldi á með ýmsum leiðum.

Nýjasta hugmynd hans er að fljúga yfir Atlantshafið á glænýrri þyrlu. Ferðin hófst í gær frá Íslandi og flýgur hann þyrlu af gerðinni Bell 505 en enginn hefur flogið þyrlu af þeirri tegund áður yfir Atlantshafið.

„Það er mjög ógnvekjandi. Það er engin afísing. Það er enginn sérbúnaður í þessari þyrlu, það er bara ég og höfuðskepnurnar og ég verð hátt uppi og það verður mjög kalt.

Þyrlan er afar lítil og að sögn Jules óvenjulegt að svo litlar þyrlur fljúgi yfir Atlantshafið.

„Tilfinningin er mitt á milli þess að þetta sé klikkuð hugmynd og að það sé mjög skemmtilegt. Þetta verður gaman og það er líka fyrir góðan málstað.“

Með ferðinni ætlar hann líkt og áður segir að safna fjármunum fyrir breskan spítala sem sinnir krabbameinssjúklingum.

„Ég hef sjálfur fengið krabbamein, ég fór í aðgerð fyrir tólf árum. Örið sést hérna. Æxli var fjarlægt úr höfðinu á mér, aftan við eyrað. Ég fékk meðferð á þessum sama spítala og ég hef aflað peninga síðan. Ég hef fengið klikkaðar hugmyndir til að safna fé fyrir krabbameinsveika.“

Hann hefur áður safnað fjármagni fyrir spítalann, en þá kleif hann Everest.

„Það var árið 2015 þegar snjóflóðið féll í Nepal og ég grófst lifandi. Það var mjög brjálæðisleg upplifun.“

Hér að neðan má sjá viðtal við Jules.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.