Innlent

Lögreglan varar við þjófum

Sylvía Hall skrifar
Fólk er hvatt til þess að láta vita af grunsamlegum mannaferðum og taka myndir ef kostur er.
Fólk er hvatt til þess að láta vita af grunsamlegum mannaferðum og taka myndir ef kostur er. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að geyma hjól og vespur innandyra og passa það að verðmæti séu ekki geymd í bílum og þá alls ekki í augsýn. Ástæðan er sú að töluvert hefur verið um þjófnað undanfarið sem og innbrot í bíla og á byggingarsvæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að líklegt sé að hlutirnir séu seldir og því sé nauðsynlegt að hafa varann á.

Lögregla hvetur fólk til þess að tilkynna grunsamlegar mannaferðir og skrifi hjá sér bílnúmer eða lýsingar á fólki ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í hverfinu. Þá er einnig mælt með því að taka myndir ef það er mögulegt.

Upplýsingum má koma á framfæri til lögreglunnar í síma 444-1000, með einkaskilaboðum á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna yfirstandandi innbrots skal hringja í 112.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.