Innlent

Lög­reglu­menn sem sinntu há­lendis­eftir­liti komnir í sótt­kví

Birgir Olgeirsson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Tveir lögreglumenn eru nú í sóttkví eftir að hafa verið í nærri smituðum einstaklingi á meðan þeir voru við hálendiseftirlit.

Lögreglumennirnir tilheyra embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra en þeir voru við hálendiseftirlit norðan Vatnajökuls. Þar hittu þeir á manneskju sem síðar meir reyndist vera smituð. Hafa lögreglumennirnir verið í sóttkví síðustu daga en ekki greinst með veiruna.

Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra tillögur um breytt fyrirkomulag varðandi skimun á landamærunum en mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans vegna sýnatöku undanfarna daga. Sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í gær að breytt fyrirkomulag væri til skoðunar en vildi ekki upplýsa hvert nýja fyrirkomulagið yrði.

Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótt veitingahús og matsölustaði undanfarna daga til að tryggja að farið sé eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra þar sem kveðið er á um tveggja metra reglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.