Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 08:49 Flugvélin komin upp á bakka Þingvallavatns tveimur dögum eftir að hún lenti á vatninu. Aðsend Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni. Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa brýnir fyrir flugmönnum að huga að tilkynningarskyldu sinni. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar um slysið. Flugmaður flugvélarinnar, TF-ASK, flaug henni ásamt farþega frá fisflugvellinum á Hólmsheiði í Landmannalaugar þann 19. mars síðastliðinn. Önnur flugvél, TF-FUN, var í samfloti. Á bakaleiðinni ákvað flugmaður TF-ASK að lenda á ísilögðu Þingvallavatni en hlekktist á við lendingu skammt frá Sandey. Krapi var á yfirborði íssins og nefhjólið skemmdist við lendinguna. Flugmaður TF-FUN hélt áfram til Reykjavíkur eftir að hafa fullvissað sig um í gegnum fjarskipti að í lagi væri með flugmann og farþega TF-ASK. Hvorugur flugmannanna tilkynnti slysið til lögreglu eða rannsóknarnefndar samgönguslysa. Flugmaður TF-ASK hringdi þó í ótengdan aðila eftir aðstoð sem kom á vettvang á vélsleða um þremur tímum síðar. Þeir reyndu að koma flugvélinni á loft að nýju. Vélin fór aðeins um þrjá metra í flugtaksbruninu áður en svokallaður nefhjólsleggur, sem mennirnir höfðu reynt að laga, féll saman að nýju. Við það skemmdist loftskrúfa flugvélarinnar. Því næst var reynt að flytja flugvélina með aðstoð vélsleða en aðeins tókst að færa hana um 20 metra áður en hætt var við flutninga. Með þessu fylgdist vitni í gegnum sjónauka og það tilkynnti loks slysið til lögreglu, um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að vélin lenti á ísnum. Flugvélin var loks sótt út á Þingvallavatn með aðstoð þyrlu tæpum tveimur dögum eftir að henni hlekktist á í lendingunni á vatninu. Hér að neðan má sjá myndband frá því þegar vélin var hífð upp af ísnum. Í bókun rannsóknarnefndar segir að flugmaðurinn hafi verið í bóklegu atvinnuflugmannsnámi en átti ólokið verklega hlutanum þegar slysið varð. Nefndin beinir þeim tilmælum til flugmanna að huga að tilkynningaskyldu sinni til nefndarinnar í tilfelli alvarlegra flugatvika og flugslysa. „Enn fremur minnir RNSA á að ekki skal hrófla við vettvangi flugslysa og alvarlegra flugatvika, að undanskyldum björgunarstörfum, nema með leyfi RNSA,“ segir í bókuninni.
Samgönguslys Þingvellir Tengdar fréttir Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09 Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun. 21. mars 2020 12:09
Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar. 20. mars 2020 20:57