Fótbolti

Danirnir máttu ekki vera á pöllunum en stemningin var rosa­leg fyrir utan völlinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svona var stemningin þegar rútan með leikmönnum og starfsliði FCK mætti til leiks í gær.
Svona var stemningin þegar rútan með leikmönnum og starfsliði FCK mætti til leiks í gær. vísir/getty

Það máttu engir áhorfendur vera á pöllunum í Evrópuleikjum gærkvöldsins en stuðningsmenn danska liðsins FCK mættu þess í stað bara fyrir utan völlinn og höfðu gaman.

FCK var 1-0 undir eftir fyrri leikinn gegn Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Danirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur í síðari leik liðanna í gær.

Stuðningsmenn danska liðsins eru ansi ástríðufullir eins og sjá mátti í gær en þeir fjölmenntu fyrir utan völlinn og voru mættir er rútan með leikmönnum liðsins mætti á völlinn.

View this post on Instagram

: Andreas Konnerup

A post shared by F.C. København Fan Club (@fckfanclub) on

Ekki varð stemningin verri eftir leik og stóðu hátíðarhöldin fram undir morgni.

Blys, flugeldar og alls kyns verkfæri voru notuð í fagnaðarlátunum og átti stuðningsmenn liðsins erfitt með að koma sér út í bílana sína.

FCK varð ekki danskur meistari í ár, sem stefnan er á hvert einasta timabil, en þeir hafa hins vegar leikið á alls oddi í Evrópudeildinni.

Þeir eru nú komnir í 8-liða úrslitin og mæta Manchester United í Köln á mánudagskvöldið.

View this post on Instagram

KVARTFINALE!

A post shared by F.C. København Fan Club (@fckfanclub) on

Fleiri myndbönd af stemningunni má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.