Innlent

Píratar bæta við sig en fjarar undan VG

Kjartan Kjartansson skrifar
Rúmur meirihluti styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Gallup.
Rúmur meirihluti styður ríkisstjórnina samkvæmt könnun Gallup. Vísir/Vilhelm

Fylgi Vinstri grænna minnkar um þrjú prósentustig en Pírata vænkast um jafnmörg stig í nýrri skoðanakönnun Gallup. Lítil hreyfing er á fylgi annarra flokka í könnunni en samkvæmt henni styðja 55% ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Fjórtán prósent segjast nú myndu kjósa Pírata yrði kosið til Alþingis í dag, þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun Gallup, en ellefu prósent Vinstri græn, þremur prósentustigum minna en síðast. Breytingar á fylgi annarra flokka er innan við eitt prósentustig.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í könnuninni með rúmlega 23% fylgi. Á eftir honum mælist Samfylkingin með 15%. Tæp 11% segjast myndu kjósa Viðreisn, 11% Miðflokkinn, um 8% Framsóknarflokkinn, ríflega 4% Flokk fólksins og tæp 4% Sósíalistaflokkinn.

Tæplega 10% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.