Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 20:00 Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar. Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar.
Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13