Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 11:30 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Stöð 2 „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira