Neil Young höfðar mál gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 09:34 Neil Young. AP/Amy Harris Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira