Hin 16 ára Amanda skrifaði undir hjá Nordsjælland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 22:30 Amanda Andradóttir mun leika með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Vísir/Nordsjælland Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira