Hin 16 ára Amanda skrifaði undir hjá Nordsjælland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 22:30 Amanda Andradóttir mun leika með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Vísir/Nordsjælland Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira
Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Sjá meira