Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir heimildarmönnum úr röðum heilbrigðis- og öryggisyfirvalda Líbanon.
Enn liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni en grunur leikur á um að sprengingin hafi orðið í flugeldageymslu við höfnina. Yfirvöld segja að sprengingin hafi orðið á svæði þar sem sprengifim efni hafi verið geymd, þó sé ekki að ræða sprengjur.
Heilbrigðisyfirvöld segja að að mikill fjöldi sé slasaður eftir sprenginguna. Fólk sé fast undir rústum byggingarinnar og þá hafi einnig orðið slys á fólki vegna brotins glers vegna höggbylgjunnar.
LATEST in Beirut explosion:
— Ragıp Soylu (@ragipsoylu) August 4, 2020
• Red Cross says there are hundreds of wounded
• Witnesses say dozens of bodies inside the houses surrounding the site (Al Hadath)
• Top Lebanese security official: The explosion caused by highly explosive material confiscated for years
Þá greinir Reuters frá því að hægt hafi verið að heyra í sprengingunni í Kýpur í yfir 240 kílómetra fjarlægð frá Beirút.