Unnið er að því þessa stundina að koma upp tjaldi við gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut 32, þar sem ökumenn geta farið í kórónuveirupróf. Í húsinu fer þegar fram sýnataka, svokölluð seinni skimun, sem Íslendingar og útlendingar frá áhættusvæðum sem dvelja á landinu í meira en tíu daga þurfa að undirgangast.
Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugælsu höfuðborgarsvæðsins, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að tveir bílar ættu að geta ekið í tjaldið í einu. Með því megi taka eitt til tvö sýni á mínútu.
Að mörgu þyrfti þó að huga við framkvæmdina að sögn Óskars. Til að mynda þyrfti að sjá til þess að umferðin teppist ekki. Ef langar bílaraðir myndast má ætla að þær myndu ná inn í Ármúla eða á Grensáveg.
