Fótbolti

Anna Rakel og Ísak Bergmann spiluðu 90 mínútur í Svíþjóð

Ísak Hallmundarson skrifar
Ísak Bergmann og liðsfélagar sitja á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni.
Ísak Bergmann og liðsfélagar sitja á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni. getty/Alex Grimm

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn þegar IK Uppsala sigraði Eskilstuna 3-1 á útivelli í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag.

Uppsala var 3-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik náðu andstæðingarnir inn sárabótarmarki. Úrslitin þýða að Uppsala er um miðja deild í sjötta sæti með tíu stig og komst upp fyrir Eskilstuna sem situr í 7. sæti með átta stig. 

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allar 90 mínútur leiksins fyrir IFK Norrköping þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Mjallby á heimavelli í úrvalsdeild karla.

Markalaust var í fyrri hálfleik en Sead Haksabanovic kom Norrköping yfir á 55. mínútu. Átta mínútum síðar jafnaði Moses Ogbu og voru lokatölur eins og áður segir 1-1 jafntefli. Ísak og félagar eru áfram á toppi deildarinnar þegar 12 umferðir eru búnar af mótinu, með jafnmörg stig og Malmö sem situr í öðru sæti en betri markatölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×