Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 20:56 Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira