Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2020 20:56 Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. Tölur yfir fjölda smitaðra undanfarna daga eru svipaðar og á upphafsstigum faraldursins í vetur. Átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví. Alls eru nú áttatíu í einangrun með virkt smit. Einn liggur á sjúkrahúsi en sá er ekki á gjörgæslu. 670 eru í sóttkví. Til greina kemur að skima eftir slembiúrtaki víðar um landið, líkt og gert var á Akranesi í gær, en enginn af þeim ríflega sex hundruð sem þar voru skimaðir var smitaður af veirunni. Álag á heilsugæslunni Heilsugæslan annast sýnatöku þeirra sem finna fyrir einkennum. Alma Möller landlæknir segir að brugðist hafi verið við athugasemdum frá fólki sem ekki hafi komist í sýnatöku þótt ástæða væri til. „Heilsugæslan er búin að bregðast vel við og bæta vel í. En ég bendi á að þeim er vandi á höndum því að það eru ekki nema 5% sýna sem eru tekin vegna einkenna sem eru vegna Covid-19 og það endurspeglar auðvitað að þau eru búin að lækka þröskuldinn og ég vil þakka fyrir það,“ segir Alma. Athyglisvert er að bera saman tölur yfir fjölda smitaðra nú og við upphaf faraldursins í vetur. Þann 4. mars, þegar fyrsta innanlandssmitið var dagsett, voru alls 24 í einangrun með Covid-19. Daginn eftir voru þeir orðnir 37. Á fimm daga tímabili, dagana 6. til 10. mars, fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Þessar tölur frá því í mars svipa mjög til þróunarinnar síðustu fimm daga, en síðan 29. júlí hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80. Dagana 6. til 10. mars fjölgaði virkum smitum síða úr 47 í 82. Síðustu fimm daga, 29. júlí til 2. ágúst, hefur virkum smitum fjölgað úr 39 í 80.Vísir/Sigrún Hrefna Thor Aspelund, velti vöngum yfir því á Facebook-síðu sinni í dag hvort tímabært væri að tala um aðra bylgju faraldursins. „Það segir sig sjálft að við erum með aukningu á tilfellum og það er bara smekksatriði hvort menn vilja kalla það nýja bylgju eða ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann telur tímabært að skoða hvort sama sjúkdómsmynstrið sé í gangi nú og áður, til að unnt sé að leggja mat á það hvort stofn veirunnar sem nú er við að kljást sé vægari en á fyrri stigum faraldursins. „Ég held að það sé lykilatriði að reyna að svara þeirri spurningu,“ segir Þórólfur. „Við getum rýnt í okkar gögn og reynt að lesa eitthvað út úr því og við ætlum líka að reyna að fá upplýsingar erlendis frá, hvort að menn þar eru að skoða þetta sama. Því að ef að niðurstaðan er sú að svo sé, að veiran sé kannski eitthvað vægari, að þá mun það vissulega geta haft áhrif á þau plön sem við erum með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira