Erlent

Þrif á orgeli Notre Dame munu taka fjögur ár

Andri Eysteinsson skrifar
Orgelið samanstendur af um 8000 pípum.
Orgelið samanstendur af um 8000 pípum. Vísir/AP

Vinna er hafin við þrif á kirkjuorgeli Notre Dame kirkjunnar í París eftir brunann í kirkjunni í fyrra. Þrífa þarf hverja einustu pípu orgelsins og hefur því verið hafist handa að taka orgelið í sundur.

Orgelið samanstendur af um 8000 pípum og þykir það mikil mildi að það hafi ekki orðið eldi að bráð þegar kviknaði í kirkjunni 15. Apríl 2019. Þak kirkjunnar og turnspíra urðu hins vegar eldi að bráð.

AP hefur eftir verktakanum sem sér um þrifin að ekki megi búast við því að heyra orgelið óma um Sali kirkjunnar fyrr en árið 2024, svo umfangsmikil sé aðgerðin.

Til að mynda mun taka hálft ár að stilla orgelið að nýju eftir að það hefur verið samsett eftir þrifin.

Organistinn Johann Vexo, sem spilaði í messunni sem fór fram þegar brunavarnarkerfi kirkjunnar fór í gang, segist dreyma um að fá að spila aftur á fallegast orgel í heimi. Stefnt er að því að leika megi á orgelið að nýju 16. Apríl 2024, fimm árum eftir eldsvoðann.

„Líkt og samstarfsmenn mínir er ég mjög sorgmæddur en við verðum að vera þolinmóð. Ég vonast til þess að kirkjan og hljóðfærið verði nákvæmlega eins og ég þekki það þegar kirkjan opnar að nýju,“ sagði Vexo.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×