Sport

Hlynur Andrésson setti enn og aftur Íslandsmet

Ísak Hallmundarson skrifar
Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmet.
Hlynur heldur áfram að bæta Íslandsmet. mynd/frí

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten.

Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp Hlynur á 8:04,54 mínútum. Hlynur á einnig Íslandsmet utanhúss í 5000 m hlaupi, 10.000 m hlaupi, 10 km götuhlaupi og í 3000 m hindrunarhlaupi, auk Íslandsmets innanhúss í 1500 m hlaupi, 3000 m hlaupi og í 5000 m hlaupi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.