Fótbolti

Ís­lendinga­lið á toppnum í Noregi og Sví­þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason EPA/Andreas Hillergren

Arnór Ingvi Traustason var kominn aftur í byrjunarlið Malmö sem skaust á toppinn í Svíþjóð í dag með 3-0 sigri á Gautaborg á útivelli.

Arnór Ingvi var ekki í náðinni hjá Jon Dahl Tomasson, þjálfara Malmö, til að byrja með en hefur náð að vinna sér inn í liðið.

Hann spilaði i 69 mínútur í dag en með sigrinum fór Malmö á toppinn. Þeir eru stigi á undan Norrköping sem á þó leik til góða.

Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt unnu enn einn leikinn er þeir unnu 3-2 sigur á Strömsgodset.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum en þeir hafa unnið ellefu af fyrstu tólf leikjunum og gert eitt jafntefli.

Þeir eru með 34 stig á toppnum en Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strömsgodset sem er í 9. sætinu.

Álasund fékk 4-0 skell gegn Sarpsborg á útivelli. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði í 88 mínútur en Davíð Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður. Álasund er á botni deildarinnar.

Jóhannes Harðarson stýrði Start til sigurs gegn Mjöndalen 3-0. Start er því með níu stig í 14. sætinu en Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Mjöndalen sem er í 15. sætinu með átta stig.

Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður hjá Viking sem tapaði 2-1 fyrir Kristiansunds á útivelli. Viking er í 13. sætinu með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×