Fótbolti

Ís­lendinga­lið á toppnum í Noregi og Sví­þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason EPA/Andreas Hillergren

Arnór Ingvi Traustason var kominn aftur í byrjunarlið Malmö sem skaust á toppinn í Svíþjóð í dag með 3-0 sigri á Gautaborg á útivelli.

Arnór Ingvi var ekki í náðinni hjá Jon Dahl Tomasson, þjálfara Malmö, til að byrja með en hefur náð að vinna sér inn í liðið.

Hann spilaði i 69 mínútur í dag en með sigrinum fór Malmö á toppinn. Þeir eru stigi á undan Norrköping sem á þó leik til góða.

Alfons Sampsted og félagar í Bodo/Glimt unnu enn einn leikinn er þeir unnu 3-2 sigur á Strömsgodset.

Alfons spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum en þeir hafa unnið ellefu af fyrstu tólf leikjunum og gert eitt jafntefli.

Þeir eru með 34 stig á toppnum en Ari Leifsson var ekki í leikmannahópi Strömsgodset sem er í 9. sætinu.

Álasund fékk 4-0 skell gegn Sarpsborg á útivelli. Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði í 88 mínútur en Davíð Kristján Ólafsson var ónotaður varamaður. Álasund er á botni deildarinnar.

Jóhannes Harðarson stýrði Start til sigurs gegn Mjöndalen 3-0. Start er því með níu stig í 14. sætinu en Dagur Dan Þórhallsson kom inn á sem varamaður í uppbótartíma hjá Mjöndalen sem er í 15. sætinu með átta stig.

Axel Óskar Andrésson var ónotaður varamaður hjá Viking sem tapaði 2-1 fyrir Kristiansunds á útivelli. Viking er í 13. sætinu með ellefu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.