Enski boltinn

Saka sýndi Auba­mey­ang mynd af geit, partí í rútunni og Pepe hélt sig við Fanta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Arsenal í stuði í bikarafhendingunni.
Leikmenn Arsenal í stuði í bikarafhendingunni. vísir/getty

Það var skiljanlega mikil gleði í herbúðum Arsenal í gærkvöldi er liðið fagnaði 14. bikarmeistaratitli félagsins.

Arsenal vann 2-1 sigur á Chelsea í úrslitaleiknum með tveimur mörkum frá Pierre-Emerick Aubameyang og hann var hrókur alls fagnaðar eftir leik einnig.

Bukayo Saka sló á létta strengi í búningsklefanum og rétti Aubameyang mynd af geit. Gabon-maðurinn skellti upp úr en Saka vildi þar af leiðandi meina að hann væri „geitin “(e. goat).

Það var ekki bara inni í klefanum hjá Arsenal þar sem var stemning því í rútunni frá Wembley var mikið sungið og dansað.

Alexandre Lacazette hefur skemmt sér vel miðað við myndböndin en hann var kominn úr að ofan og var að syngja og tralla.

Nicolas Pepe hefur væntanlega vaknað ferskur í morgun því hann var ekkert að drekka áfengi í gær. Frakkinn var myndaður hress með Fanta.

Lucas Torreira og Emiliano Martinez hafa farið vel nestaðir heim af djamminu því þeir komu við á McDonalds á leið heim.

Þeir deildu því á samfélagsmiðlum ásamt tveimur hressum starfsmönnum McDonalds.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×