„Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Sylvía Hall skrifar 2. ágúst 2020 12:27 Davíð Þorláksson er forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Samtök Atvinnulífsins Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. Það hafi þó verið grundvallarforsenda fyrir framtíðarhorfur Icelandair að samningar myndu nást við flugliða og því hafi þurft að leita annarra leiða þar sem ekki var útlit fyrir að samningar myndu nást við Flugfreyjufélag Íslands. Flugfreyjufélagið og Icelandair fóru aftur að samningaborðinu degi eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og tilkynnti að það yrði að leita annarra leiða. Nýr samningur var svo undirritaður aðfaranótt 19. júlí og var sá samningur samþykktur með 83,5 prósent atkvæða þann 27. júlí. „Þetta var svo sannarlega ekki það sem menn kusu að gera, en hvað annað eiga menn að gera? Þetta var fullkomlega löglegt með öllum hætti en það hefði verið betra ef félagsmenn í Flugfreyjufélaginu hefðu samþykkt fyrri samning sem lá á borðinu og samninganefnd og stjórn skrifuðu undir. Það hefði verið best fyrir alla ef það hefði verið gert.“ Davíð segir stöðuna einfalda; það sé öllum ljóst að félagið sé að róa lífróður og það þurfi að breyta kostnaðarmódeli sínu líkt og önnur flugfélög til þess að vera samkeppnishæft. Þar spili launakostnaður stórt hlutverk. „Því hærri sem kostnaður þinn er – þar á meðal launakostnaður – því hærri verð verður þú að bjóða upp á og því verr gengur þér í samkeppni. British Airways er til dæmis búið að segja upp öllum sínum flugliðum og ætlar að endurráða hluta á 50 prósent lægri launum,“ segir Davíð en bætti þó við að það stæði ekki til að fara sömu leið hjá Icelandair. Erfitt að halda því fram að flugliðar séu illa launaðir Að sögn Davíðs var staðan hjá félaginu erfið fyrir. Ofan á það bættist svo faraldur kórónuveirunnar sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, þar með talið Icelandair. Því hafi þurft að bregðast sérstaklega við því og semja við starfsfólk Icelandair. „Það er búið að semja við flugmenn sem eykur hagkvæmnina og það er búið að semja við flugvirkja. Flugliðar stóðu eftir og voru ekki til í að haggast neitt með þessa hluti sem voru nauðsynlegir til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækisins áfram.“ Hann segir stöðu flugliða vera sérstaka í ljósi þess að hvert flugfélag var með kjarasamning fyrir sína flugliða. Til að mynda hafi verið töluverður munur á launum flugliða hjá Icelandair og WOW og í ofanálag sé stefnt að því að launakostnaður Play air verði enn lægri. Því sé erfitt að fullyrða að flugliðar hjá Icelandair hafi verið á lágum launum. „Staðan hjá flugliðum er sú að þar er fólk með þriggja til fimm ára háskólanám að baki. Þar eru kennarar, hjúkrunarfræðingar og lögfræðingar jafnvel að vinna sem flugliðar. Ég man ekki nýjustu tölurnar en um hvert starf sækja kannski tíu eða hundrað. Því fer fjarri að þetta séu illa borguð laun,“ segir Davíð og spyr hvort markmiðið sé að háskólamenntaðir sæki í störf sem krefjast ekki slíkrar menntunar. „Er það jákvætt fyrir samfélagið að við séum að fjárfesta í menntun fyrir fólk sem fer til starfa sem þarfnast ekki slíkrar menntunar? Mér finnst það svolítið sérstakt að það sé eitthvað markmið í sjálfu sér.“ Icelandair Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. Það hafi þó verið grundvallarforsenda fyrir framtíðarhorfur Icelandair að samningar myndu nást við flugliða og því hafi þurft að leita annarra leiða þar sem ekki var útlit fyrir að samningar myndu nást við Flugfreyjufélag Íslands. Flugfreyjufélagið og Icelandair fóru aftur að samningaborðinu degi eftir að Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum og tilkynnti að það yrði að leita annarra leiða. Nýr samningur var svo undirritaður aðfaranótt 19. júlí og var sá samningur samþykktur með 83,5 prósent atkvæða þann 27. júlí. „Þetta var svo sannarlega ekki það sem menn kusu að gera, en hvað annað eiga menn að gera? Þetta var fullkomlega löglegt með öllum hætti en það hefði verið betra ef félagsmenn í Flugfreyjufélaginu hefðu samþykkt fyrri samning sem lá á borðinu og samninganefnd og stjórn skrifuðu undir. Það hefði verið best fyrir alla ef það hefði verið gert.“ Davíð segir stöðuna einfalda; það sé öllum ljóst að félagið sé að róa lífróður og það þurfi að breyta kostnaðarmódeli sínu líkt og önnur flugfélög til þess að vera samkeppnishæft. Þar spili launakostnaður stórt hlutverk. „Því hærri sem kostnaður þinn er – þar á meðal launakostnaður – því hærri verð verður þú að bjóða upp á og því verr gengur þér í samkeppni. British Airways er til dæmis búið að segja upp öllum sínum flugliðum og ætlar að endurráða hluta á 50 prósent lægri launum,“ segir Davíð en bætti þó við að það stæði ekki til að fara sömu leið hjá Icelandair. Erfitt að halda því fram að flugliðar séu illa launaðir Að sögn Davíðs var staðan hjá félaginu erfið fyrir. Ofan á það bættist svo faraldur kórónuveirunnar sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, þar með talið Icelandair. Því hafi þurft að bregðast sérstaklega við því og semja við starfsfólk Icelandair. „Það er búið að semja við flugmenn sem eykur hagkvæmnina og það er búið að semja við flugvirkja. Flugliðar stóðu eftir og voru ekki til í að haggast neitt með þessa hluti sem voru nauðsynlegir til þess að tryggja samkeppnisstöðu fyrirtækisins áfram.“ Hann segir stöðu flugliða vera sérstaka í ljósi þess að hvert flugfélag var með kjarasamning fyrir sína flugliða. Til að mynda hafi verið töluverður munur á launum flugliða hjá Icelandair og WOW og í ofanálag sé stefnt að því að launakostnaður Play air verði enn lægri. Því sé erfitt að fullyrða að flugliðar hjá Icelandair hafi verið á lágum launum. „Staðan hjá flugliðum er sú að þar er fólk með þriggja til fimm ára háskólanám að baki. Þar eru kennarar, hjúkrunarfræðingar og lögfræðingar jafnvel að vinna sem flugliðar. Ég man ekki nýjustu tölurnar en um hvert starf sækja kannski tíu eða hundrað. Því fer fjarri að þetta séu illa borguð laun,“ segir Davíð og spyr hvort markmiðið sé að háskólamenntaðir sæki í störf sem krefjast ekki slíkrar menntunar. „Er það jákvætt fyrir samfélagið að við séum að fjárfesta í menntun fyrir fólk sem fer til starfa sem þarfnast ekki slíkrar menntunar? Mér finnst það svolítið sérstakt að það sé eitthvað markmið í sjálfu sér.“
Icelandair Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?